Bann án viðurlaga á Suðurgötu

Ekki er hægt að sekta ökumenn sem aka gegn einstefnumerkinu …
Ekki er hægt að sekta ökumenn sem aka gegn einstefnumerkinu á Suðurgötu í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

„Þetta er vilji borg­ar­inn­ar að þarna sé sett ein­stefna og lög­reglu­stjór­inn þarf svo að samþykkja það,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fyr­ir nokkr­um mánuðum setti Reykja­vík­ur­borg upp ein­stefnu­merki á Suður­götu við gamla kirkju­g­arðinn í Reykja­vík. Geir Jón seg­ir borg­ina hafa farið út í þá aðgerð án þess að fyr­ir lægi samþykki lög­reglu­stjóra.

„Það er ekki búið að aug­lýsa þessa lok­un. Ef þú ger­ir það [keyr­ir gegn ein­stefnu­merk­inu á Suður­götu] er ekki hægt að sekta þig, því þetta er ekki frá­gengið,“ seg­ir Geir Jón og bend­ir á að borg­in hafi aft­ur á móti heim­ild til að setja upp bráðabirgðaskilti þar sem um­ferð er breytt í stutt­an tíma. Að sögn Geirs Jóns vant­ar ým­is­legt upp á að samþykkt fá­ist, s.s. betri merk­ing­ar við hjól­reiðastíg sem ligg­ur meðfram ak­rein.

Stefán Finns­son, verk­fræðing­ur hjá um­hverf­is- og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að borg­in hafi sett yf­ir­borðsmerk­ing­ar á göt­una en það hafi lög­reglu fund­ist ótækt. Þá hafi lög­regla viljað að sett­ur yrði kant­ur til að aðgreina hjól­reiðastíg frá ak­braut. Um ágrein­ing við lög­regl­una sé að ræða um út­færslu göt­unn­ar.

Að sögn Stef­áns hafa breyt­ing­ar á göt­unni dreg­ist en borg­in þarf að bjóða út verkið. Má ætla að ein­hver tími muni líða áður en bann­merkið öðlast samþykki lög­reglu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert