Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni í dag að það hafi verið léttir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi tekið undir kröfur um að Guðmundar- og Geirfinnsmálið svonefnt verði tekið upp aftur. Hann telur síðan upp nokkur rök fyrir því að taka málið upp á ný.
„Það var léttir að heyra af viðbrögðum ráðherrans og ljóst að raunveruleg hreyfing er á málinu. Því verður fylgt eftir að það fari í réttan farveg. Ef ekki fyrir atbeina dómstóla þá með lögum frá Alþingi um óháða rannsókn. Sjáum hvað setur næstu daga og vikur,“ segir Björgvin.
Heimasíða Björgvins G. Sigurðssonar