Fylgst með að málið fari í réttan farveg

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni í dag að það hafi verið léttir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi tekið undir kröfur um að Guðmundar- og Geirfinnsmálið svonefnt verði tekið upp aftur. Hann telur síðan upp nokkur rök fyrir því að taka málið upp á ný.

„Það var léttir að heyra af viðbrögðum ráðherrans og ljóst að raunveruleg hreyfing er á málinu. Því verður fylgt eftir að það fari í réttan farveg. Ef ekki fyrir atbeina dómstóla þá með lögum frá Alþingi um óháða rannsókn. Sjáum hvað setur næstu daga og vikur,“ segir Björgvin.

Heimasíða Björgvins G. Sigurðssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert