Glerbrot, sígarettustubbar og viðbjóður

Hjartagarðurinn sem er á milli Laugavegs og Hverfisgötu hefur verið í niðurníðslu upp á síðkastið. Hópur fólks hefur tekið sig saman og ætlar að eyða deginum í dag í að taka garðinn í gegn og hvetur alla þá sem er umhugað um garðinn að koma og leggja þeim lið.

Tanya Pollock, einn af skipuleggjendum átaksins, segir ástæðu þess að ráðist var í verkefnið vera þá að hún hafi ekki getað slakað á í garðinum með börnum sínum vegna glerbrota, sígarettustubba og viðbjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert