Neytendastofa hefur sektað tvær hársnyrtistofur og eina snyrtistofu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Nema sektirnar 50 þúsund krónum.
Neytendastofa kannaði nýlega ástand verðmerkinga hjá hársnyrtistofum og snyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Margar af þeim stofum sem gerðar voru athugasemdir við bættu merkingar sínar en nokkrar þeirra fóru ekki að tilmælum Neytendastofu um verðmerkingar.
Hársnyrtistofum og snyrtistofum ber skylda til að hafa sýnilegan verðlista yfir a.m.k. algengustu þjónustuþætti og til að verðmerkja allar söluvörur sínar.