Standa á brauðfótum

Mikið var byggt af húsnæði fyrir hrun haustið 2008.
Mikið var byggt af húsnæði fyrir hrun haustið 2008.

Íbúðalánasjóður og viðskiptabankarnir þurfa að afskrifa marga milljarða vegna fasteignafélaga sem bjóða íbúðir til leigu. Íbúðalánasjóður hefur sett 12,4 milljarða á afskriftareikning vegna lánveitinga til lögaðila, þar af eru sjö milljarðar vegna varúðarafskrifta.

Verið er að undirbúa útgáfu á reglugerð sem auðveldar Íbúðalánasjóði að taka á vanda þessara fyrirtækja. Gunnhildur Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Íbúðalánasjóðs, segir ljóst að ekki muni öll fyrirtæki á húsaleigumarkaði standast reglurnar og því sé ekki grundvöllur fyrir rekstri þeirra.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verið sé að fara yfir gögn frá félögunum og meta rekstrarhæfi þeirra til framtíðar. Misjafnt er hvernig félög sem standa að útleigu á félagslegu húsnæði standa. Staðan er góð hjá Öryrkjabandalaginu, en mjög misjöfn hjá námsmannafélögum. Þá eiga einstök sveitarfélög í vandræðum með að standa í skilum með lán vegna félagslegs húsnæðis.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert