Vilja minnka tún í borginni

mbl.is/Ómar

Reykja­vík­ur­borg ætl­ar að skoða hvernig minnka má tún í borg­inni. Í stað mik­illa gras­flæma kæmu svæði með sjálf­bær­um plönt­um sem sleppa minna af frjó­korn­um út í and­rúms­loftið.

Mark­miðið er að sögn borg­ar­inn­ar, að  draga úr frjó­korna­magni, fegra um­hverfið og minnka kostnað vegna grasslátt­ar. 

Nú nálg­ast sá tími þegar magn frjó­korna í and­rúms­loft­inu er í há­marki. Frjóof­næmi hef­ur auk­ist á und­an­förn­um ára­tug­um, rétt eins og annað of­næmi og vegna mik­illa hlý­inda í fyrra­sum­ar er frjó­tími birkifrjóa helm­ingi lengri en hann var í fyrra.

Önnur um­ferð grasslátt­ar í Reykja­vík er nú haf­in. Starfs­menn hverf­is­stöðvanna eru að slá um­ferðareyj­ar og tún víða um borg­ina. Fyrsta um­ferð slátt­ar var far­in fyr­ir þjóðhátíðardag­inn 17. júní.

Reykja­vík­ur­borg seg­ir, að grasspretta hafi verið óvenju lít­il á höfuðborg­ar­svæðinu fram yfir miðjan júní vegna kuldatíðar og þurrka en tekið kipp þegar hlýna tók í júlí. Því hafi  víða verið loðið í borg­inni en úr því sé verið að bæta um þess­ar mund­ir þegar sláttu­menn taka til starfa.

Ann­arri sláttu­um­ferð lýk­ur á næstu dög­um en þriðja um­ferð verður far­in um miðjan ág­úst.

Á fjöl­förn­um stöðum í miðborg­inni og í skrúðgörðum Reykja­vík­ur­borg­ar er grasið slegið viku­lega allt sum­arið. Ann­ars staðar hef­ur verið dregið úr slætti sem nem­ur einni um­ferð vegna breyttr­ar for­gangs­röðunar á verk­efn­um hjá Reykja­vík­ur­borg og sparnaðar.

Færri sláttu­um­ferðir eru farn­ar í ár hjá Vega­gerð Rík­is­ins vegna sparnaðar en grasslátt­ur á stofn­braut­um, t.d. við Sæ­braut og Vest­ur­lands­veg, er á for­ræði henn­ar. Er slegið þris­var sinn­um meðfram stofn­braut­um í ár í stað fimm sinn­um áður.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka