Ánægð með aðgerðir gegn Íslandi

Kvikmyndaleikkonan Hayden Panettiere.
Kvikmyndaleikkonan Hayden Panettiere. Reuters

„Við vilj­um hrósa Obama for­seta og rík­is­stjórn hans fyr­ir að beita sér með þess­um hætti gegn Íslandi og villimann­leg­um hval­veiðum þess og við hvetj­um for­set­ann til þess að beita sér með hliðstæðum hætti gegn Jap­an og Nor­egi að sama skapi,“ seg­ir banda­ríska kvik­mynda­leik­kon­an Hayd­en Panetti­ere, talsmaður sam­tak­anna Save the Whales Again!

Haft er eft­ir Jeff Pantukhoff, stofn­anda sam­tak­anna, að hann og Panetti­ere hafi hitt Obama í janú­ar 2008 þegar hann var í fram­boði til embætt­is for­seta Banda­ríkj­anna. Hann hafi þá sagt að ef hann næði kjöri myndi hann beita sér gegn hval­veiðiþjóðum.

„Við erum þakk­lát for­set­an­um fyr­ir að standa við orð sín og taka fyrsta djarfa skrefið. Við hlökkuð til að sjá fleiri djarf­ar aðgerðir af hálfu rík­is­stjórn­ar hans til þess að binda endi á hval­veiðar í at­vinnu­skyni í eitt skipti fyr­ir öll,“ seg­ir Pantukhoff.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert