Gefin saman við Seljalandsfoss

Frá brúðkaupinu við Seljalandsfoss í dag.
Frá brúðkaupinu við Seljalandsfoss í dag. Ljósmynd/Hrafn Óskarsson

„Það var ósköp falleg umgjörð um þetta af Drottni gjörð, fossinn og fjöllin, og alveg yndislegt veður,“ segir Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólsstað, en hann gaf í dag saman ung bandarísk hjón við hátíðlega athöfn við Seljalandsfoss.

Önundur segir aðspurður hvernig þetta hafi komið til að Hótel Rangá hafi haft milligöngu um málið en hótelið hafi boðið erlendum gestum sínum upp á þá þjónustu að útvega presta vilja þeir láta gefa sig saman í fallegri íslenskri náttúru.

Um 25 manna hópur var viðstaddur brúðkaupið að sögn Önundar sem komið hafði með brúðhjónunum tilvonandi til landsins í þeim tilgangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert