Hata Íslendingar gyðinga?

Gerstenfeld er ekki par hrifinn af utanríkisráðherra og virðist heldur …
Gerstenfeld er ekki par hrifinn af utanríkisráðherra og virðist heldur enginn sérstakur aðdáandi vinstri-stjórna. Ernir Eyjólfsson

Það er fátt í sögu Íslend­inga sem þeir geta verið stolt­ir af þegar kem­ur að fram­komu þeirra gagn­vart gyðing­um, Pass­íusálm­arn­ir eru full­ir af gyðinga­for­dóm­um og ís­lensk stjórn­völd sýna Ísra­el hroka.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein sem Man­fred Ger­sten­feld, stjórn­ar­formaður Jeru­salem Center for Pu­blic Affairs, skrif­ar og var birt á vefsíðunni ynet­news.com síðastliðinn mánu­dag.

Til­efni grein­ar­inn­ar virðist vera ferð Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra til Gasa og Palestínu á dög­un­um. Ráðherr­ann, sem Ger­sten­feld seg­ir þekkt­an hér­lend­is fyr­ir sjálf­um­gleði sína, hafi sniðgengið Ísra­el á ferðum sín­um og lýst yfir einörðum stuðningi við Palestínu.

Velt­ir Ger­sten­feld því fyr­ir sér hvað ráðherr­an­um gangi til að koma til Mið-Aust­ur­landa og hegða sér á þenn­an hátt og virðist sem hon­um þyki lítið mark tak­andi á þjóð sem skuldi stór­ar fjár­hæðir er­lend­is.

Ger­sten­feld hleyp­ur síðan stutt­lega yfir sögu­leg dæmi sem hon­um þykja benda til for­dóma Íslend­inga, t.d. seg­ir hann aldrei minnst á gyðinga í sálm­um Hall­gríms Pét­urs­son­ar nema þeim sé í sömu andrá lýst sem fölsk­um eða ill­um.

Nefn­ir hann m.a. einnig mál Evald Mik­son, eða Eðvalds Hinriks­son­ar,  rík­is­borg­ara­rétt Bobby Fis­her og að Íslend­ing­ar hafi neitað að taka á móti gyðing­um sem hingað flúðu á fjórða ára­tug síðustu ald­ar.

Fjöl­marg­ir hafa sett inn um­mæli við grein­ina og eru þau for­vitni­leg­ur lest­ur. Marg­ir virðast sam­mála Ger­sten­feld en nokkr­ir koma þó Íslend­ing­um til varn­ar.

Grein Ger­sten­feld

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka