Hata Íslendingar gyðinga?

Gerstenfeld er ekki par hrifinn af utanríkisráðherra og virðist heldur …
Gerstenfeld er ekki par hrifinn af utanríkisráðherra og virðist heldur enginn sérstakur aðdáandi vinstri-stjórna. Ernir Eyjólfsson

Það er fátt í sögu Íslendinga sem þeir geta verið stoltir af þegar kemur að framkomu þeirra gagnvart gyðingum, Passíusálmarnir eru fullir af gyðingafordómum og íslensk stjórnvöld sýna Ísrael hroka.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Manfred Gerstenfeld, stjórnarformaður Jerusalem Center for Public Affairs, skrifar og var birt á vefsíðunni ynetnews.com síðastliðinn mánudag.

Tilefni greinarinnar virðist vera ferð Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Gasa og Palestínu á dögunum. Ráðherrann, sem Gerstenfeld segir þekktan hérlendis fyrir sjálfumgleði sína, hafi sniðgengið Ísrael á ferðum sínum og lýst yfir einörðum stuðningi við Palestínu.

Veltir Gerstenfeld því fyrir sér hvað ráðherranum gangi til að koma til Mið-Austurlanda og hegða sér á þennan hátt og virðist sem honum þyki lítið mark takandi á þjóð sem skuldi stórar fjárhæðir erlendis.

Gerstenfeld hleypur síðan stuttlega yfir söguleg dæmi sem honum þykja benda til fordóma Íslendinga, t.d. segir hann aldrei minnst á gyðinga í sálmum Hallgríms Péturssonar nema þeim sé í sömu andrá lýst sem fölskum eða illum.

Nefnir hann m.a. einnig mál Evald Mikson, eða Eðvalds Hinrikssonar,  ríkisborgararétt Bobby Fisher og að Íslendingar hafi neitað að taka á móti gyðingum sem hingað flúðu á fjórða áratug síðustu aldar.

Fjölmargir hafa sett inn ummæli við greinina og eru þau forvitnilegur lestur. Margir virðast sammála Gerstenfeld en nokkrir koma þó Íslendingum til varnar.

Grein Gerstenfeld

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert