Kirkjan býður sanngirnisbætur

Þjóðkirkjan mun bjóða fjórum konum, sem sakað hafa Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot, sanngirnisbætur. „Það hafa farið fram viðræður um að ná sátt í þessu máli,“ segir Magnús E. Kristjánsson, formaður nefndar kirkjuþings, og vonast hann til að sátt náist í málinu næstkomandi föstudag.

Magnús segir hluta sáttarinnar vera m.a. sanngirnisbætur. Hann segir þær sanngirnisbætur sem þjóðkirkjan leggur fram miðaðar út frá þeim lærdómi sem fengist hefur í kjölfar vistheimilismála.

„Þegar kemur að sanngirnisbótunum þá er m.a. haft til hliðsjónar hvaða reynslu má hafa af vistheimilismálunum,“ segir Magnús og bætir við að málið sé ekki fullfrágengið og því sé ekki tímabært að gefa upp hverjar bæturnar eru. „Það er von okkar sem sitjum í kirkjuþingi að sátt náist og þetta ferli verði til að bæta öll viðbrögð kirkjunnar,“ segir Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert