Minni leiðni og rennsli

Brúin yfir Múlakvísl fór í hlaupinu um daginn.
Brúin yfir Múlakvísl fór í hlaupinu um daginn. mbl.is/Jónas Erlendsson

Líklegast er að stóraukna leiðni í vatni Múlakvíslar í nótt megi rekja til sömu jarðhitasvæða undir Mýrdalsjökli og  flóðið kom úr fyrir tveimur vikum, að sögn Gunnars Sigurðssonar vatnamælingamanns hjá Veðurstofunni. 

Bæði hefur dregið úr rennsli og leiðni árinnar í morgun. Leiðnin hækkaði mjög mikið í gærkvöldi og fram eftir nóttu og vatnsrennslið líka þótt ekki yrði aftakaflóð. Gunnar sagði ljóst að mikið rennsli hafi verið í ánni frá því í gærkvöldi. 

„Það eru allar líkur á að þetta sé að koma af sömu jarðhitasvæðunum og flóðið fyrir tveimur vikum,“ sagði Gunnar.

Í gærkvöldi og nótt jókst leiðni í Múlakvísl. Rétt fyrir miðnætti varð vart við óróa í Mýrdalsjökli um leið og leiðni óx hraðar en áður. Í öryggisskyni var ákveðið að loka þjóðveginum um Mýrdalssand meðan ástandið var kannað. Upp úr klukkan 1:00 var talið óhætt að opna veginn aftur.

Línuritið neðst til vinstri sýnir hvernig leiðnin jókst í Múlakvísl.
Línuritið neðst til vinstri sýnir hvernig leiðnin jókst í Múlakvísl. Veðurstofan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka