Heimild til greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta úr atvinnuleysistryggingasjóði til þeirra er búa við skert starfshlutfall er runnin út. Til stóð að framlengja heimildina með lagasetningu en það misfórst á síðustu starfsdögum Alþingis í sumar.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykir ólíklegt að sett verði bráðabirgðalög til að tryggja áframhaldandi greiðslur hlutabóta í ágúst, en sá möguleiki hefur m.a. verið ræddur.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur áður hafnað því að þing verði kallað saman vegna þessa máls og annarra þingmála sem stjórnarandstaðan telur að brýnt sé að afgreiða í sumar.