Óvissa um hlutabætur í ágúst

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Ómar

Heim­ild til greiðslu hluta­at­vinnu­leys­is­bóta úr at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði til þeirra er búa við skert starfs­hlut­fall er runn­in út. Til stóð að fram­lengja heim­ild­ina með laga­setn­ingu en það mis­fórst á síðustu starfs­dög­um Alþing­is í sum­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins þykir ólík­legt að sett verði bráðabirgðalög til að tryggja áfram­hald­andi greiðslur hluta­bóta í ág­úst, en sá mögu­leiki hef­ur m.a. verið rædd­ur.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur áður hafnað því að þing verði kallað sam­an vegna þessa máls og annarra þing­mála sem stjórn­ar­andstaðan tel­ur að brýnt sé að af­greiða í sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka