Spánverjar og Ítalir ekki spurðir

Pétur H. Blöndal, alþingismaður.
Pétur H. Blöndal, alþingismaður.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að samkomulag um nýja björgun Grikklands sé dæmigert fyrir það hvernig kaupin gerist innan Evrópusambandsins. Kanslari Þýskalands og forseti Frakklands ræði saman í marga klukkutíma og komist síðan að niðurstöðu.

„Ítalir ekki spurðir né Spánverjar hvað þá minni spámenn. Svo halda Evrópusinnar í alvöru að Íslendingar (0,3 milljónir) muni hafa áhrif í ESB. Er þetta boðlegt?“ segir Pétur á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Facebook-síða Péturs H. Blöndal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert