Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að samkomulag um nýja björgun Grikklands sé dæmigert fyrir það hvernig kaupin gerist innan Evrópusambandsins. Kanslari Þýskalands og forseti Frakklands ræði saman í marga klukkutíma og komist síðan að niðurstöðu.
„Ítalir ekki spurðir né Spánverjar hvað þá minni spámenn. Svo halda Evrópusinnar í alvöru að Íslendingar (0,3 milljónir) muni hafa áhrif í ESB. Er þetta boðlegt?“ segir Pétur á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Facebook-síða Péturs H. Blöndal