Þyrla send eftir manni við Mýrdalsjökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ. mbl.is

Tilkynning barst til Neyðarlínunnar klukkan 17:57 um karlmann með hjartsláttartruflanir vestur af Hrafntinnuskerjum og norður af Mýrdalsjökli. Maðurinn mun hafa verið í hópi göngufólks.

Læknir í hópnum hafði samband við Neyðarlínuna og var ákveðið að senda björgunarþyrlu á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ fór í loftið skömmu eftir að tilkynningin barst. Ekki liggur fyrir hvenær megi búast við henni aftur til Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert