Þyrla send eftir manni við Mýrdalsjökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ. mbl.is

Til­kynn­ing barst til Neyðarlín­unn­ar klukk­an 17:57 um karl­mann með hjart­slátt­ar­trufl­an­ir vest­ur af Hrafntinnu­skerj­um og norður af Mýr­dals­jökli. Maður­inn mun hafa verið í hópi göngu­fólks.

Lækn­ir í hópn­um hafði sam­band við Neyðarlín­una og var ákveðið að senda björg­un­arþyrlu á staðinn. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-GNÁ fór í loftið skömmu eft­ir að til­kynn­ing­in barst. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær megi bú­ast við henni aft­ur til Reykja­vík­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka