Val um mat eða leigu

Félagsbústaðir reka 2.154 leiguíbúðir og borgin greiddi 8.270 einstaklingum húsaleigubætur …
Félagsbústaðir reka 2.154 leiguíbúðir og borgin greiddi 8.270 einstaklingum húsaleigubætur á síðasta ári. Þörfin er mikil og nú eru 713 á biðlista. mbl.is/Kristinn

„Það eru víða mikl­ir erfiðleik­ar hjá fólki. Fyr­ir suma er þetta ekki spurn­ing um að for­gangsraða reikn­ing­um held­ur spurn­ing um hvort pen­ing­arn­ir fari í mat eða hús­næði,“ seg­ir Sig­urður Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða sem reka fé­lags­leg­ar leigu­íbúðir í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Van­skil hafa auk­ist hjá Fé­lags­bú­stöðum á síðustu árum og stefna í að verða um 100 millj­ón­ir á þessu ári, en voru 12 millj. árið 2007. Sig­urður seg­ir að Fé­lags­bú­staðir reyni að koma til móts við fólk í erfiðleik­um, en ef eng­inn greiðslu­vilji sé til staðar geti komið til þess að fólk sé borið út. Tíu leigj­end­ur voru born­ir út í fyrra, en fé­lagið á 2.154 leigu­íbúðir.

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að markaðsleiga lækkaði fyrst eft­ir hrun, en hef­ur hækkað aft­ur. Fjöldi þeirra sem fá húsa­leigu­bæt­ur í Reykja­vík hef­ur auk­ist um 60% á aðeins tveim­ur árum. Fjölg­un­in á al­menn­um markaði er 164%. Sig­urður seg­ir að hús­næðismarkaður­inn hafi breyst á síðustu árum þannig að fólk með lág­ar tekj­ur eigi nán­ast enga mögu­leika á að eign­ast hús­næði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert