Eldurinn öskraði

mynd/Hafsteinn Jónasson

Það var Al­dís Haf­steinss­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis­bæj­ar, sem til­kynnti um eld­inn í Eden í nótt. Hún og syst­ir henn­ar voru á gangi ásamt mönn­um sín­um þegar þau urðu elds­ins vör og hringdu á slökkviliðið.

„Þá var eng­inn eld­ur kom­inn upp úr þak­inu en það stóð mik­il reykjasúla upp úr þak­inu á gróður­hús­inu,“ seg­ir hún. Hún seg­ir biðina hafa verið langa en það hafi samt ekki tekið slökkvilið og lög­reglu nema ör­fá­ar mín­út­ur að koma á staðinn.

„Svo fór eld­ur­inn upp úr þak­inu og breidd­ist ótrú­lega fljótt út. Það virðist hafa verið mik­ill elds­mat­ur þarna inni og plast­klæðning sem var mjög eld­fim.“

Hún seg­ir eld­inn hafa verið jafn­vel meiri en þegar kviknaði í flug­elda­geymslu í bæn­um og að stór­ir kol­svart­ir reykjar­bólstr­ar hafi stigið til him­ins. „Og hávaðinn í eld­in­um var svo sér­kenni­leg­ur; hann öskraði,“ seg­ir hún.

Al­dís seg­ir elds­voðann að sjálf­sögðu mikið áfall og fólk í bæn­um sé miður sín yfir brun­an­um. Rekst­ur­inn hafi verið samof­in sögu Hvera­gerðis­bæj­ar og marg­ir bæj­ar­bú­ar starfað þar á ein­hverj­um tíma.

„Eden hef­ur verið burðarás í ferðaþjón­ust­unni hérna í gegn­um tíðina og það er bú­inn að vera rekst­ur þarna í 50 ár. Maður finn­ur að fólk er slegið,“ seg­ir hún en hún var í um klukku­tíma við rúst­irn­ar í morg­un og seg­ir fólk hafa drifið að.

Hús­næðið var í eigu Spari­sjóðs Suður­lands en rekst­ur­inn í hönd­um einkaaðila. Sá kom á staðinn í nótt og seg­ir Al­dís áfallið aug­ljós­lega hafa verið mikið enda mik­il vinna búin að fara í að byggja upp rekst­ur­inn og ferðamanna­straum­ur­inn bú­inn að vera stöðugur und­an­farið.

Hún seg­ir sögu rekst­urs á Eden-blett­in­um þó ekki lokið. „Eden verður sárt saknað en við mun­um leggja allt kapp á að þarna verði byggð upp ferðamannaþjón­usta sem sómi er af, með svipuðum hætti.“

Al­dís vill koma þökk­um til þeirra sem tóku þátt í slökkvi­starf­inu. „Það var aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með starfi slökkviliðs, lög­reglu og hálp­ar­sveita á vett­vangi, því þetta var mik­ill eld­ur,“ seg­ir hún.

Reykurinn frá eldinum fór í 2,5 km hæð.
Reyk­ur­inn frá eld­in­um fór í 2,5 km hæð. mynd/​Haf­steinn Jónas­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert