Fjármálaráðherra hleypur í þágu friðar

Steingrímur J. Sigfússon og Tegla Loroupe ásamt Evu Einarsdóttur formanni …
Steingrímur J. Sigfússon og Tegla Loroupe ásamt Evu Einarsdóttur formanni ÍTR mbl.is/Eggert Jóhannesson

Friðarhlaupinu lýkur á hádegi við Ráðhús Reykjavíkur og eru það keníska  hlaupadrottningin Tegla Loroupe og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem leiða síðasta áfanga hlaupsins frá Valsvellinum að Hlíðarenda að Ráðhúsinu.  

Í fylgd með þeim eru tuttugu hlauparar frá þrettán þjóðlöndum auk fjölda annarra hlaupara.

Verður Steingrími og Loroupe afhent viðurkenningin „Kyndilberar friðar" að hlaupi loknu.

Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins, segir á vef hlaupsins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er meðal þeirra sem taka þátt …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er meðal þeirra sem taka þátt í Friðarhlaupinu mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert