Kýrnar fara inn að éta

Kýrnar á Dalbæ 1 gæða sér á nýgresi.
Kýrnar á Dalbæ 1 gæða sér á nýgresi. mbl.is/Sigurður

Það væsir ekki um kýrnar í hátæknifjósinu á Dalbæ 1 í Hrunamannahreppi þar sem  þær gæða sér á nýgresi. Ábúendur eru hjónin Arnfríður Jóhannsdóttir og Jón Viðar Finnsson.

„Við fóðrum þær inni og þær fara bara út á tún til að viðra sig. Bærinn er í hálfgerðu þéttbýli svo túnin eru ekki alveg við húsin,“ segir Jón Viðar. Við Morgunblaðið í dag segir hann fóðurnýtinguna mun betri á þennan veg.

Jón kvartar þó undan þurrkum sem hafi slæm áhrif á grasvöxtinn. „Grasið ætti að vera svona 10 til 15 sentimetrum hærra.“



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert