Slökkvistarfi er lokið

Eldurinn logaði í öllu húsinu.
Eldurinn logaði í öllu húsinu. mynd/Vilhjálmur Roe

Slökkvi­starfi í Eden lauk kl. 4.10 í nótt en hús­næðið er gjör­eyðilagt. Ekk­ert stend­ur eft­ir nema járn­sperr­ur og steypt­ir vegg­ir. Slökkvilið í Hvera­gerði og á Sel­fossi unnu sam­an að því að slökkva eld­inn og tóku á milli 30-40 slökkviliðsmenn þátt í slökkvi­starf­inu.

Til­kynnt var um eld­inn tíu mín­út­ur eft­ir miðnætti en þrem­ur stund­ar­fjórðung­um seinna var húsið al­elda. Að sögn lög­reglu virðist sem eld­ur­inn hafi komið upp í eld­hús­inu en þar sást fyrst eld­ur og reyk­ur.

Slökkvilið og lög­regla fengu fljótt staðfest að húsið var mann­laust og var fólk aldrei í hættu. Um tíma stóð til að rýma nokk­ur hús í Heiðar­brún vegna reyks sem lagði þar yfir en þegar ganga átti í hús og láta fólk vita hafði reyk­ur­inn snúið til annarr­ar átt­ar.

Björg­un­ar­sveit­ir voru á staðinum til að aðstoða lög­reglu við að loka svæðinu og lög­reglu- og björg­un­ar­sveit­ar­menn sinna nú gæslu við rúst­irn­ar en seinna í dag mun fara fram rann­sókn á brun­an­um.

Aðkom­an var hrika­leg

Slökkvi­starfi að ljúka

Eld­ur­inn breidd­ist hratt út

Eld­ur í Eden

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert