Staðan verri en menn hugðu

SpKef.
SpKef.

„Staðan er raun­veru­lega verri en menn hugðu að mati bank­ans,“ seg­ir Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, um kostnaðinn af yf­ir­tök­unni á Spari­sjóði Kefla­vík­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins met­ur Lands­bank­inn eigið fé SpKef nei­kvætt um ná­lægt þrjá­tíu millj­arða króna. Þá mun­ar ná­lægt nítj­án millj­örðum á mati Lands­bank­ans á stöðunni og því sem áður hafði verið metið af hálfu rík­is­ins og gæti þurft 38 millj­arða króna fram­lag frá rík­inu til að full­nægja kröf­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um eig­in­fjár­hlut­fall. Það sam­ræm­ist þeim töl­um sem fram komu í frétt Stöðvar 2 um málið í gær­kvöldi.

Steinþór vill ekki staðfesta þess­ar töl­ur í Morg­un­blaðinu í dag en seg­ir stöðuna verri en lagt var upp með. Málið fari lík­lega fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd, sam­kvæmt samn­ingn­um um yf­ir­tök­una.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka