Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sendi í morg­un samúðarkveðjur til Har­ald­ar Nor­egs­kon­ungs og norsku þjóðar­inn­ar.

Í kveðjunni lýsti for­seti djúpri samúð allra Íslend­inga vegna hinna skelfi­legu at­b­urða í Nor­egi. Hug­ur okk­ar væri hjá fjöl­skyld­um og vin­um þeirra sem lát­ist hefðu og við vonuðum að þau hefðu styrk til að glíma við hina miklu sorg, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

Á stund­um sem þess­um yrði bræðralag nor­rænna þjóða að rík­um sam­hug og sam­stöðu; lýðræði, menn­ing og rétt­ar­ríki vörn gagn­vart ör­lagaþrungn­um áföll­um.

Í kveðjunni til Nor­egs­kon­ungs kom jafn­framt fram að á morg­un myndi for­seti sækja guðsþjón­ustu í Reyk­holts­kirkju, stað Snorra Sturlu­son­ar, þar sem beðið yrði fyr­ir norskri vinaþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert