Kærum á hendur Gunnari vísað frá

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Ómar

Ríkissaksóknari hefur vísað frá kærum á hendur Gunnari Þorsteinssyni, fyrrverandi forstöðumanni trúfélagsins Krossins. Nokkrar konur sökuðu Gunnar um að hafa brotið gegn sér.

„Það tilkynnist hér með að rannsókn ofangreindra mála sem varðar meint kynferðisbrot þín ... hefur verið hætt, þar sem ekki þykir grundvöllur fyrir frekari rannsókn þeirra,“ segir m.a. í bréfi sem Gunnar fékk afhent í gær og undirritað er af aðstoðarsaksóknara hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er búið að vera langur gangur um dimman dal en nú birtir til,“ segir Gunnar og bætir við að hann gleðjist mjög yfir niðurstöðu málsins. „Það er ljóst að grundvöllur til frekari málarekstrar er ekki fyrir hendi samkvæmt niðurstöðu aðstoðarsaksóknara.“  

Í bréfi saksóknara segir að komi ný sakargögn fram í málunum, kunni rannsókn þeirra að vera tekin upp að nýju. Kærendum er einnig gefinn kostur á að kæra ákvörðun til ríkissaksóknara innan mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert