Margir sýna Noregi stuðning

Svæðið framan við Iðnó var fullt af fólki.
Svæðið framan við Iðnó var fullt af fólki. mbl.is/Ernir

Fjöldi fólks er nú við Reykjavíkurtjörn til að sýna Norðmönnum samstöðu. Svæðið framan við Iðnó, Tjarnarmegin, er fullt af fólki. Norski sendiherrann, Dag Wernø Holter, ávarpaði samkomuna og leikin var tónlist eftir Grieg. Þá var mínútu þögn.

Samkomunni átti að ljúka með kertafleytingu á Tjörninni. Samkoman var haldin til að sýna norsku þjóðinni samstöðu og samhug. Ungir jafnaðarmenn efndu til samkomunnar.

Eftir samkomuna getur fólk farið í Ráðhús Reykjavíkur og ritað nöfn sín í minningarbók sem þar verður og vottað Norðmönnum þannig samúð sína.

Norski sendiherrann, Dag Wernø Holter, ávarpaði samkomuna..
Norski sendiherrann, Dag Wernø Holter, ávarpaði samkomuna.. mbl.is/Ernir
Kveikt var á kertum í lok athafnarinnar.
Kveikt var á kertum í lok athafnarinnar. mbl.is/Ernir
Minningarbók lá frammi í Ráðhúsinu þar sem fólk gat vottað …
Minningarbók lá frammi í Ráðhúsinu þar sem fólk gat vottað Norðmönnum samúð. mblis/Ernir
Biðraðir mynduðust eftir að skrifa í minningarbókina.
Biðraðir mynduðust eftir að skrifa í minningarbókina. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert