Götur í miðbæ Stavanger eru tómar þrátt fyrir að lokakvöld Gladmat-hátíðarinnar hefði átt að vera í kvöld. Þar og í næsta bæ, Sandnes, hefur öllum hátíðarhöldum verið aflýst. Þetta 300.000 manna byggðarlag er eins og einn stór draugabær, að sögn Atla Steins Guðmundssonar.
Atli Steinn skrifar á bloggsíðu sinni um hvernig sorgin vegna hryðjuverkanna í Osló og Útey í gær birtist í Stavanger. Á hátíðarsvæði Gladmat matarhátíðarinnar sást ekki hræða en í fyrra varð þar ekki þverfótað fyrir fólki.
Fánar blakta í hálfa stöng um alla borg, fáir sitja á útibörum þrátt fyrir 23 stiga hita og blíðu. „Stavanger, partýbær Noregs, er sem yfirgefin borg,“ skrifar Atli Steinn.
Bloggsíða Atla Steins Guðmundssonar