Fyrstu ferðir Herjólfs falla niður

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/GSH

Ferðir Herjólfs klukkan 08:30 frá Eyjum og 10:00 frá Landeyjahöfn falla niður vegna veðurs og ölduhæðar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.
 
Þeir farþegar sem eiga miða í þessar ferðir færast sjálfkrafa á næstu ferðir sem farnar verða klukkan 11:30 frá Vestmannaeyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn.

Útlitið með næstu ferðir ekki gott og því eru farþegar Herjólfs beðnir um að fylgjast með stöðu mála.

Hvasst er nú í Landeyjahöfn, 17 m/s vindur og 22 m/s í hviðum. Ölduhæð á Bakkafjöruduflum er tæpir þrír metrar. 

Veður og sjólag við Landeyjahöfn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert