Einnar mínútu þögn klukkan 10:00

mbl.is

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hvet­ur alla Íslend­inga til að taka í fyrra­málið þátt í einn­ar mín­útu þögn Norðmanna til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb harm­leiks­ins þar í landi á föstu­dag­inn síðasta. 

Það verður klukk­an 10:00 að ís­lensk­um tíma í fyrra­málið, í há­deg­inu að norsk­um tíma, sem ákveðið hef­ur verið að hafa einn­ar mín­útu þögn í öll­um Nor­egi.

„Ísland mun sýna norsku þjóðinni sam­stöðu með því að hafa einn­ar mín­útu þögn á sama tíma sem er kl. 10:00 í fyrra­málið að ís­lensk­um tíma. For­sæt­is­ráðherrra hvet­ur alla Íslend­inga til að sýna sam­hug sinn með þeim hætti,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka