Undarleg sýn við Breiðafjörð

Brúnleit móska lagðist yfir höfuðborgarsvæðið í gær og var um …
Brúnleit móska lagðist yfir höfuðborgarsvæðið í gær og var um að ræða ösku- og moldarfok sem barst í sterkri austanátt. Svo virðist sem þetta hafi fokið langt vestur eftir landinu. Myndin er úr myndasafni. Kristinn Ingvarsson

Undarlegt mistur sást við norðanverðan Breiðafjörð í gærkvöldi. Var að sjá sem þar væri grenjandi rigning í nágrenninu en samt var léttskýjað. Talið er að öskufok og moldrok hafi valdið þessum aðstæðum.

Töluvert öskufok og moldrok var á Suðurlandi í gær eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins urðu varir við. Veðurfræðingur á Veðurstofunni sagði að sambland ösku- og moldroks hafi örugglega borist vestur yfir Breiðafjörð. Hann sagði moldrokið hafa sést á gervihnattamyndum í gær.

Maður í Reykhólasveit sagði líkast því „sem grenjandi rigning væri allt um kring, í austurátt í Saurbæ í Dölum, út alla Skarðsströnd, út til Breiðafjarðareyja og í vesturátt.

Samt var léttskýjað og kvöldroði á þeim skýjatætlum sem hér voru á sveimi og engin rigningarský að sjá þar sem rigningin virtist vera. Þetta var líka gerólíkt venjulegum þokuslæðingi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert