„Við erum öll harmi lostin“

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Ómar

Uppfært 14.30

„Héðan úr dómkirkju landsins sendum við norsku þjóðinni hugheilar kveðjur hluttekningar og samúðar,“ sagði Karl Sigurbjörnsson biskup í guðsþjónustu í Dómkirkjunni í morgun. Þar var þeirra minnst sem féllu í hryðjuverkunum á föstudag.

„Í dag erum við öll Norðmenn, sagði forsætisráðherra Svíþjóðar. Það var vel mælt. Við erum öll harmi lostin og finnst að okkur sjálfum vegið.“

Biskup sagði grimmdina og hatrið að baki voðaverkunum vera óskiljanleg. Það að einn maður skuli hafa áorkað slíku úthugsuðu hermdarverki gegn saklausu fólki sé óskiljanlegt og ægilegt.

„Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur og tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gagnvart trúarbrögðum, verði ekki liðið,“ sagði biskupinn enn fremur í ræðu sinni.

„Að hvers kyns ofbeldi er ólíðandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman í uppeldi til lýðræðis.“ 

Predíkun biskupsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert