103 þúsund fá vaxtaniðurgreiðslu

Alls fá 56.600 fjölskyldur almennar vaxtabætur á þessu ári og nærri 103 þúsund einstaklingar fá sérstaka vaxtaniðurgreiðslu, sem nemur 0,6% af skuldum upp að ákveðnu marki.

Að sögn fjármálaráðuneytisins var breytingunum á almennum vaxtabótum ætlað að koma til móts við skuldugar fjölskyldur með lágar og meðaltekjur. Hámark heimilaðra vaxtagjalda var þannig hækkað mjög og taki nú meira tillit til raunverulegra vaxtagjalda þjóðfélagshópa en áður. Hámark vaxtabóta var sömuleiðis hækkað. Á móti þessu var tekjuskerðing aukin.

Ákvarðaðar almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2010, nema 12 milljörðum króna í ár. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla nemur 6,3 milljörðum. Nemur stuðningur ríkisins við vaxtakostnað íbúðar­eigenda þannig samtals 18,3 milljörðum, 30% af heildarvaxtakostnaði heimila í landinu vegna íbúðarkaupa, en hann var 60,2 milljarðar árið 2010.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert