Fleiri fá að ferðast með Herjólfi

Fjölmargir stefna á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina
Fjölmargir stefna á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina mbl.is/Rax

Eimskip, sem rekur Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgina, föstudegi og á mánudegi og þriðjudegi eftir verslunarmannahelgina.

Þetta þýðir að um 130 fleiri geta siglt með Herjólfi í hverri ferð. Sala á aukamiðum hófst klukkan 13.00 í dag. Farþegum er bent á að best er að bóka miða hér þar sem mikið álag er á símakerfi Herjólfs og því mjög erfitt að ná sambandi við afgreiðslur.

Ekki er unnt að breyta miðum sem þegar hafa verið keyptir fyrir þessa nýju miða. Uppselt er fyrir bíla í allar ferðir um verslunarmannahelgina og því ekki hægt að bóka bíl með þessum aukamiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert