Í 3. sæti í 24 tíma hlaupi

Gunnlaugur Júlíusson lenti í 3.sæti í 24 tíma hlaupi í …
Gunnlaugur Júlíusson lenti í 3.sæti í 24 tíma hlaupi í Belfast um helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gunnlaugur Júlíusson tók þátt í írska meistaramótinu í 24 tíma hlaupi sem haldið var í Belfast þann 22.-23. júlí og lenti í 3. sæti en hann lagði 196 kílómetra að baki á sólarhring. 

Sigurvegarinn hljóp 212 km og sá sem varð í 2. sæti hljóp 203 km.

Alls hófu 42 keppendur frá sjö löndum keppni. 

 „Það var ekki fyrr en í byrjum maí að ég fór að hlaupa nokkuð skipulega en þó urðu æfingarnar of mikið útundan, “ segir Gunnlaugur á bloggsíðu sinni. 

Gunnlaugi gekk illa að æfa og hann átti við meiðsl að stríða rétt fyrir hlaupið og þegar hann kom til Belfast kom í ljós að hlaupið átti að fara fram á íþróttavelli en hann hafði aldrei æft hlaup á hlaupabraut. 

„Ég er þegar upp er staðið ágætlega sáttur við árangurinn og ekki síst miðað við allt. 196 km er ágætt miðað við aðstæður og undirbúning," segir Gunnlaugur.

Sá sem vann hlaupið er írskur en býr á Spáni. Hann hefur hlaupið áður tuttugu 24 tíma hlaup og yfir þrjátíu 100 km hlaup að sögn Gunnlaugs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert