Tryggvagötu breytt í tvístefnugötu

Tryggvagata verður tvístefnugata
Tryggvagata verður tvístefnugata Af vef Reykjavíkurborgar

Tryggvagötu milli Lækjargötu og Pósthússtrætis verður í fyrramálið breytt í tvístefnugötu til að liðka fyrir flæði umferðar í miðborginni frá austri til vesturs. Breytingin er gerð í tilraunaskyni til eins árs og standi síðar vilji til að festa breytinguna í sessi þarf að endurskoða deiliskipulag svæðisins með það í huga.

Vinna við gatnamerkingar fer fram í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 26. júlí, og skiltum verður breytt í fyrramálið. Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát meðan breytingar standa yfir. Framkvæmdin sem slík er einföld, en breyta þarf skiltum og mála yfirborð gatna, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert