Búast við 125 þúsund viðskiptavinum

mbl.is/Heiðar

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Er undirbúningur í fullum gangi hjá ÁTVR til að anna öllum þeim fjölda sem væntanlega mun leggja leið sína í Vínbúðirnar.

Gera má ráð fyrir um 125 þúsund viðskiptavinum í þessari viku eða 25-30% fleiri en vikuna á undan að því er fram kemur á heimasíðu ÁTVR. Árið 2010 komu 124 þúsund viðskiptavinir sem er svipaður fjöldi og árið áður.

Alls voru seldir 744 þúsund lítrar af áfengi þar af 587 þús. lítrar af bjór. Eins og í hefðbundinni viku þá koma flestir viðskiptavinir á föstudegi. Ef miðað er við fjöldann undanfarin ár má gera ráð fyrir um 43 þúsund viðskiptavinum þann dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert