Engar stórtækar aðgerðir

00:00
00:00

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að ekki verði gripið til neinna stór­tækra aðgerða í ör­ygg­is­mál­um þjóðar­inn­ar í kjöl­far at­b­urðanna sem áttu sér stað í Nor­egi á föstu­dag­inn var.

Rík­is­stjórn­in ræddi á fundi sín­um í dag um  ráðstaf­an­ir hér á landi vegna hryðju­verk­anna í Nor­egi 22. júlí.

Ögmund­ur seg­ir að lög­regl­an hafi verið með ör­ygg­is­mál­in í vinnslu á sínu borði í lang­an tíma og hafi gert rík­is­stjórn­inni grein fyr­ir þeirri vinnu.

Stóra málið seg­ir Ögmund­ur vera að fólk haldi ró sinni og komi fram í þess­um mál­um öll­um af yf­ir­veg­un.

Ögmundur Jónasson,
Ögmund­ur Jónas­son, mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert