Heimilin eru hætt að safna skuldum

Þó fjár­hags­staða margra heim­ila sé veik þá urðu þau tíma­mót á síðasta ári að heild­ar­skuld­ir heim­il­anna í land­inu minnkuðu. Fara þarf ára­tugi aft­ur í tím­ann til að finna dæmi um minnk­un skulda milli ára.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Skúli Eggert Þórðar­son rík­is­skatt­stjóri, að skulda­aukn­ing heim­il­anna hafi verið gríðarleg fyr­ir hrun, en þá juk­ust skuld­irn­ar um 10% að jafnaði á ári.

Eign­ir heim­il­anna hafa hins veg­ar líka rýrnað, en þær minnkuðu um 9% í fyrra á meðan skuld­irn­ar minnkuðu um 0,8%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert