Hödd Vilhjálmsdóttir -
Meðlimir í samtökunum No Borders efndu til mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið eftir hádegi í dag, en samtökin hafa mótmælt harðlega þeirri ákvörðun Útlendingastofnunnar að vísa flóttamanninum Mouhamde Lo úr landi.
Mouhamde hefur verið í felum hér á landi í rúman hálfan mánuð.
Haukur Hilmarsson, meðlimur í No Borders, segir að Mouhamde muni ekki koma úr felum fyrr enn málið hefur verið leyst.