Landlæknir í Heilsuverndarstöðina

Landlæknisembættið flytur í fyrrum húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.
Landlæknisembættið flytur í fyrrum húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. mbl.is

Landlæknisembættið og fyrrum Lýðheilsustöð taka til starfa í gömlu Heilsuverndarstöðinni, Barónsstíg 47, þann 2. ágúst næstkomandi. Þar með lýkur sameiningaferli þessara tveggja stofnana.

Þetta kemur fram á heimasíðu landlæknisembættisins, en þar segir m.a.:

„Með flutningunum sameinast á einum stað starfsemi Landlæknisembættisins að Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi og starfsemi fyrrum Lýðheilsustöðvar sem hafði skrifstofur sínar við Laugaveg 116.

Um leið og Landlæknisembættið fær nýtt aðsetur við Barónsstíg verður einnig virkjuð breyting á skipulagi starfseminnar sem hefur verið í undirbúningi frá því í upphafi árs 2010. Fagsvið embættisins verða fjögur ásamt einu stoðsviði og skrifstofu landlæknis. Alls verða starfandi 56 starfsmenn hjá hinu sameinaða embætti landlæknis.“

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert