Nærbuxnaþjófar ganga lausir í Kópavogi

Hér sjást sex fermetra nærbuxurnar sem stolið var í Kópavogi …
Hér sjást sex fermetra nærbuxurnar sem stolið var í Kópavogi í nótt.

Sex fermetra nærbuxum, í eigu hjómsveitarinnar Greifanna, var stolið í Kópavogi í nótt. Nærbuxurnar, sem flaggað var rétt hjá skemmtistaðnum Spott, eru þær þriðju sinnar tegundar og áttu að auglýsa útihátíð Greifanna sem fram fer næstu helgi.

„þegar við komum í fyrsta skipti fram árið 1984, þá saumaði mamma sambærilegar nærbuxur til að auglýsa hljómsveitina, sem hét þá Special Treatment,“ segir Kristján Viðar Halldórsson, betur þekktur sem Viddi og bætir við að þeir hafi látið gera nýjar fyrir endurkomuna á Húsavík um síðustu helgi.

Hann segir málið háalvarlegt, þrátt fyrir ákveðin húmor. „Ég og Ingólfur Sigurðsson hengdum upp nærbuxurnar í gær til að auglýsa viðburðinn um helgina og í morgun voru þær horfnar.“

Ekki sást til þrjótanna úr öryggismyndavélum og hafa þeir félagar ekki tekið ákvörðun um að kæra málið. „Ég er viss um að einhver getur sagt okkur hvar nærbuxurnar eru niðurkomnar. Sambærilegum nærbuxum hefur verið stolið frá okkur áður og þær hafa ávallt komið í leitirnar,“ segir Kristinn að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert