Ánægð með samhljóm í ráðinu

Sal­vör Nor­dal, formaður Stjórn­lagaráðs, seg­ist ánægð með hversu sam­hljóða samþykki ráðsins á frum­varpi að stjórn­ar­skrá hafi verið. Mjög mik­il­vægt sé að stjórn­ar­skrá­in hafi verið sett á dag­skrá með stofn­un ráðsins og umræður um hana hafi skap­ast í sam­fé­lag­inu.

„Ég er mjög sátt við að við höf­um lokið þess­ari vinnu á þess­um tíma. Ég hef sagt að þetta hafi verið skamm­ur tími og ég held að sum­ar hug­mynd­irn­ar þurfi meiri grein­ingu og ít­ar­legri skýr­ingu. Það mun ör­ugg­lega eiga sér stað á næstu vik­um og mánuðum,“ seg­ir Sal­vör.

Frum­varpið hafi verið samþykkt sam­hljóða af full­trú­um ráðsins og við það sé hún afar sátt. Verklag hóps­ins hafa verið ný­stár­legt og opið að mörgu leyti. Aðkoma al­menn­ings hafi verið hug­mynda­fræði ráðsins. Mik­il­vægt hafi verið að stjórn­ar­skrá­in og mál­efni henn­ar hafi verið sett á dag­skrá með þess­um hætti.

„Það skapaði umræðu sem ég held að sé mjög þörf í okk­ar sam­fé­lagi,“ seg­ir Sal­vör.

Ekki tókst að af­greiða aðfara­orð í dag en ráðið lenti í tíma­hraki með þau að sögn Sal­var­ar. Ráðið eigi eft­ir að setj­ast niður og ákveða end­an­lega hvernig störf­um þess verður lokið. Þá verði aðfara­orðin vænt­an­lega rædd frek­ar.

Stjórn­ar­skrár­frum­varp samþykkt

Salvör Nordal.
Sal­vör Nor­dal.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert