Deilur innan Borgarahreyfingarinnar

Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar fyrir nokkrum árum.
Frá landsfundi Borgarahreyfingarinnar fyrir nokkrum árum. Ómar Óskarsson

Deilur eru innan Borgarahreyfingarinnar um fjármál. Á vef samtakanna birtir Guðmundur Andri Skúlason, sem situr í stjórn, greinargerð sem hann segir vera vegna ásakana Þórdísar Bjarkar Sigurdórsdóttur, formanns stjórnarinnar, um störf hans.

Segir Guðmundur Andri, að ásakanir Þórdísar um að fé Borgarahreyfingarinnar hafi með einhverjum hætti verið nýtt fyrir Samtök lánþega, sem Guðmundur Andri veitir forstöðu, eigi ekki við nein rök að styðjast. 

Borgarahreyfingin bauð fram í síðustu alþingiskosningum og náði fjórum mönnum á þing. Þingmennirnir sögðu sig hins vegar úr Borgarahreyfingunni  og stofnuðu þrír þeirra Hreyfinguna.

Vefur Borgarahreyfingarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert