Hærri skattar skila sér lítið í samdrættinum

Hækkun skatta hefur ekki gefið af sér meira fé til …
Hækkun skatta hefur ekki gefið af sér meira fé til ríkisins. mbl.is/Golli

Þrátt fyr­ir skatta­hækk­an­ir skil­ar tekju­skatt­ur ein­stak­linga svipaðri upp­hæð í rík­is­sjóð nú og hann gerði árið 2008. Sama má segja um skatta á vöru og þjón­ustu. Árið 2010 var skatt­hlut­fall á fjár­magn­s­tekj­ur hækkað öðru sinni eft­ir hrun, en engu að síður lækkaði inn­heimt­ur fjár­magn­s­tekju­skatt­ur um níu millj­arða.

Kristján Þór Júlí­us­son, alþing­ismaður sem sæti á í fjár­laga­nefnd Alþing­is, seg­ir í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag, að mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fjár­mál­um hafi í stór­um drátt­um gengið eft­ir, en rík­is­stjórn­in hafi hins veg­ar al­ger­lega brugðist þegar kem­ur að upp­bygg­ingu framtíðartekna rík­is­sjóðs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert