Hærri skattar skila sér lítið í samdrættinum

Hækkun skatta hefur ekki gefið af sér meira fé til …
Hækkun skatta hefur ekki gefið af sér meira fé til ríkisins. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir skattahækkanir skilar tekjuskattur einstaklinga svipaðri upphæð í ríkissjóð nú og hann gerði árið 2008. Sama má segja um skatta á vöru og þjónustu. Árið 2010 var skatthlutfall á fjármagnstekjur hækkað öðru sinni eftir hrun, en engu að síður lækkaði innheimtur fjármagnstekjuskattur um níu milljarða.

Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður sem sæti á í fjárlaganefnd Alþingis, segir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag, að markmið ríkisstjórnarinnar í fjármálum hafi í stórum dráttum gengið eftir, en ríkisstjórnin hafi hins vegar algerlega brugðist þegar kemur að uppbyggingu framtíðartekna ríkissjóðs.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina í blaðinu í dag fyrir að hafa sagt stórbætta stöðu ríkisfjármála leyfa dýra kjarasamninga. „Það sem er að gerast er að ríkisstjórnin er byrjuð að dreifa gæðunum áður en hafist er handa við að skapa þau,“ segir hann.  
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka