Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson er efstur 279 skákmanna frá 31 landi á alþjóðlegu skákmóti sem fram fer í Pardubice í Tékklandi. Hannes hefur verið á miklu skriði á mótinu.
Hannes er með 5,5 vinning í sex skákum, eftir þrjár sigurskákir í röð. Í dag vann hann indverskan stórmeistara. Mótið er sterkt en meðal keppenda eru 50 stórmeistarar og 58 alþjóðlegir meistarar. Alls eru tefldar níu umferðir.
Í sjöundu umferð sem fram fer á morgun teflir Hannes við rússneskan stórmeistara. Á www.skak.is er fylgst með gangi mála og þar er geta skákáhugamenn fylgst með skákunum í beinni útsendingu.