Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, er ósáttur við að heildarafli í strandveiðum hafi verið aukinn úr 6.000 tonnum í 8.500 tonn.
Í fréttaskýringu um aflabrögðin í Morgunblaðinu í dag segir, að svo virðist sem aflaverðmæti hafi minnkað miðað við sama tíma í fyrra og Örn vill láta kanna hvort aukinn kvóti hafi haft áhrif á verðið. Hugsanlega sé framboðið of mikið. Hann telur að tonnin 2.500 hefðu frekar átt að fara til þeirra sem hafa þurft að sætta sig við skertar aflaheimildir undanfarin ár.