Kapphlaup í Herjólfsdal

Eyjamenn bíða spenntir eftir að fá að velja sér tjaldstæði.
Eyjamenn bíða spenntir eftir að fá að velja sér tjaldstæði. mbl.is/Guðrún Lilja

Það orð fer af Vestmannaeyingum að þeir séu keppnismenn. Þetta var staðfest nú síðdegis þegar heimamönnum var leyft að velja stað fyrir hvítu þjóðhátíðartjöldin í Herjólfsdal.

Hundruð manna biðu í „startholunum" í dalnum eftir merki um að valið mætti hefjast. Fyrst fengu sjálfboðaliðar, sem hafa unnið við undirbúning þjóðhátíðarinnar, að velja sér stæði og klöppuðu aðrir viðstaddir fyrir þeim á meðan.

Síðan var talið niður, frá 15 í 0. Hlupu þá allir af stað til að tryggja sér sitt tjaldstæði en Eyjamenn eru einnig vanafastir og vilja helst alltaf tjalda á sama stað í dalnum. 

Tjaldborgin rís síðan í Herjólfsdal á morgun og annað kvöld verður svonefnt húkkaraballl. Þjóðhátíðin sjálf hefst síðan á föstudag. 

Dalbúar búnir að tryggja sér lóðir.
Dalbúar búnir að tryggja sér lóðir. mbl.is/Guðrún Lilja
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert