Ráðherrar víki af þingi

Stjórnlagaráð á fundi.
Stjórnlagaráð á fundi.

Stjórn­lagaráð samþykkti í morg­un tvo kafla í drög­um að nýrri stjórn­ar­skrá.
Eft­ir há­degi fer fram umræða og at­kvæðagreiðsla um kafla 6-9 í stjórn­ar­skrár­frum­varp­inu, sem ligg­ur fyr­ir ráðinu og síðan at­kvæðagreiðsla um frum­varpið í heild.

Í kafla um ráðherra og rík­is­stjórn er m.a. gert ráð fyr­ir því að alþing­is­menn, sem gegna ráðherra­embætti, víki úr þing­sæti á meðan og hafi þar ekki at­kvæðis­rétt.

Þá er meðal ný­mæla í kafl­an­um, að eng­inn geti gegnt sama ráðherra­embætti leng­ur en í átta ár. Þá kjósi Alþingi for­sæt­is­ráðherra. Kveðið er á um upp­lýs­inga-og sann­leiks­skyldu ráðherra.

Ráðherr­ar og önn­ur stjórn­völd veita embætti, sem lög mæli fyr­ir um, og við skip­an í embætti skuli hæfni og mál­efna­leg sjón­ar­mið ráða. Þegar ráðherra skip­ar í embætti dóm­ara og rík­is­sak­sókn­ara skuli skip­un bor­in und­ir for­seta Íslands til staðfest­ing­ar. Synji for­seti Íslands skip­un staðfest­ing­ar þarf Alþingi að samþykkja skip­un­ina með 2/​3 at­kvæða til að hún taki gildi.

Loks er kveðið á um að ráðherra sé veitt lausn úr embætti ef meiri­hluti þing­manna samþykk­ir til­lögu um van­traust á hann. Rík­is­stjórn er veitt lausn ef meiri­hluti þing­manna samþykk­ir til­lögu um van­traust á for­sæt­is­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert