Mildu veðri er spáð um helgina um allt land en fáir sleppa hins vegar alveg við úrkomu. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir óvissu ríkja í veðurspánni fyrir verslunarmannahelgina og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, allt benda til þess að það verði vætusamt um allt land á laugardag.
Á veðurvef mbl.is kemur fram að spá sé suðvestanátt með súld eða rigningu á föstudag, en þurrt að kalla fyrir austan. Breytilegar áttir á laugardag og víða væta, en síðan útlit fyrir norðaustanáttir og yfirleitt úrkomulítið. Milt veður næstu daga.