Vildi ekki borga út af Icesave

Maðurinn fékk hraðaksturssektina ekki upp í Icesave-skuldina.
Maðurinn fékk hraðaksturssektina ekki upp í Icesave-skuldina. Ómar Óskarsson

Nokkuð var um hraðakst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Blönduósi síðdeg­is í dag. Voru tíu öku­menn stöðvaðir fyr­ir hraðakst­ur, þar á meðal einn hol­lensk­ur ökumaður sem taldi sig ekki þurfa að greiða sekt þar sem hann ætti inni pen­ing hjá Íslend­ing­um vegna Ices­a­ve.

Var maður­inn tek­inn á 116 kíló­metra hraða á klukku­stund en hann var alls ekki á því að hann þyrfti að borga sekt. Hann hefði átt pen­inga á reikn­ingi í Ices­a­ve í Hollandi. Var hon­um sagt að lög­regl­an á Blönduósi skipti sér ekki af niður­stöðu Ices­a­ve-deilu Íslend­inga og Hol­lend­inga. Eitt yrði yfir alla að ganga. Eft­ir nokkuð japl, jaml og fuður féllst maður­inn þó á að borga sekt­ina.

Þá var ann­ar ökumaður­inn tek­inn á 118 kíló­metra hraða með felli­hýsi í eft­ir­dragi. Þarf hann að greiða sjö­tíuþúsund króna sekt þar sem há­marks­hraði fyr­ir bíla með felli­hýsi er 80 kíló­metr­ar á klukku­stund.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert