Gert að greiða tugi þúsunda

Skattgreiðendur á Álftanesi þurfa borga umtalsvert álag á skatta.
Skattgreiðendur á Álftanesi þurfa borga umtalsvert álag á skatta. mbl.is/Golli

Mis­mun­ur á út­svari Sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness og meðal­útsvari á land­inu, sem er 13,12%, verður inn­heimt­ur í kjöl­far álagn­ing­ar í sum­ar sam­kvæmt því sem fram kem­ur á heimasíðu sveit­ar­fé­lags­ins.

Gert er ráð fyr­ir að mis­mun­ur­inn verði inn­heimt­ur í fimm jöfn­um greiðslum á tíma­bil­inu frá ág­úst og fram í des­em­ber í ár nema um inn­eign sé að ræða.

Nokk­ur dæmi eru tek­in um það á heimasíðu Álfta­ness hvaða áhrif 10% álag á út­svars­pró­sent­una kann að hafa á íbúa sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir því hversu mikl­ar tekj­ur þeir hafa. Kem­ur þar fram, að vegna álags­ins muni efti­r­á­reikn­ing­ar nema tug­um þúsunda á hvern skatt­greiðanda.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert