Gert að greiða tugi þúsunda

Skattgreiðendur á Álftanesi þurfa borga umtalsvert álag á skatta.
Skattgreiðendur á Álftanesi þurfa borga umtalsvert álag á skatta. mbl.is/Golli

Mismunur á útsvari Sveitarfélagsins Álftaness og meðalútsvari á landinu, sem er 13,12%, verður innheimtur í kjölfar álagningar í sumar samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að mismunurinn verði innheimtur í fimm jöfnum greiðslum á tímabilinu frá ágúst og fram í desember í ár nema um inneign sé að ræða.

Nokkur dæmi eru tekin um það á heimasíðu Álftaness hvaða áhrif 10% álag á útsvarsprósentuna kann að hafa á íbúa sveitarfélagsins eftir því hversu miklar tekjur þeir hafa. Kemur þar fram, að vegna álagsins muni eftiráreikningar nema tugum þúsunda á hvern skattgreiðanda.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert