Á móti skattahækkun

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mundar pennann, en hann reynir nú …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mundar pennann, en hann reynir nú að skapa samstöðu um tillögur sem loka fjárlagagatinu. mbl.is/Golli

Samfylkingin hefur ekki fallist á tillögur fjármálaráðuneytisins um hækkun skatta á næsta ári. Margir þingmenn flokksins krefjast þess að gengið verði harðar fram í lækkun ríkisútgjalda. Andstaða er innan VG við sparnaðartillögur sem fela í sér uppsagnir ríkisstarfsmanna.

Stjórnarflokkarnir skipuðu fyrr á þessu ári fjárlagahóp sem í sitja þrír þingmenn frá hvorum stjórnarflokki, auk fulltrúa úr efnahags- og skattanefnd. Hópurinn er á nær daglegum fundum þessa dagana því ljúka á vinnu við gerð fjárlagafrumvarpsins í næstu viku, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í febrúar 2009 samþykkti ríkisstjórnin áætlun í ríkisfjármálum fyrir árin 2009–2013, en samkvæmt henni skuldbinda stjórnvöld sig til að skila jöfnuði á ríkissjóði 2013. Innan fjármálahópsins hafa átt sér stað umræður um hvort raunhæft sé að standa við þetta markmið. Þingmenn sem Morgunblaðið ræddi við eru þó sammála um að áhættusamt sé að hverfa frá þessu markmiði því það kunni að hafa slæm áhrif á lánshæfi Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert