Á móti skattahækkun

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mundar pennann, en hann reynir nú …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mundar pennann, en hann reynir nú að skapa samstöðu um tillögur sem loka fjárlagagatinu. mbl.is/Golli

Sam­fylk­ing­in hef­ur ekki fall­ist á til­lög­ur fjár­málaráðuneyt­is­ins um hækk­un skatta á næsta ári. Marg­ir þing­menn flokks­ins krefjast þess að gengið verði harðar fram í lækk­un rík­is­út­gjalda. Andstaða er inn­an VG við sparnaðar­til­lög­ur sem fela í sér upp­sagn­ir rík­is­starfs­manna.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir skipuðu fyrr á þessu ári fjár­laga­hóp sem í sitja þrír þing­menn frá hvor­um stjórn­ar­flokki, auk full­trúa úr efna­hags- og skatta­nefnd. Hóp­ur­inn er á nær dag­leg­um fund­um þessa dag­ana því ljúka á vinnu við gerð fjár­laga­frum­varps­ins í næstu viku, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Í fe­brú­ar 2009 samþykkti rík­is­stjórn­in áætl­un í rík­is­fjár­mál­um fyr­ir árin 2009–2013, en sam­kvæmt henni skuld­binda stjórn­völd sig til að skila jöfnuði á rík­is­sjóði 2013. Inn­an fjár­mála­hóps­ins hafa átt sér stað umræður um hvort raun­hæft sé að standa við þetta mark­mið. Þing­menn sem Morg­un­blaðið ræddi við eru þó sam­mála um að áhættu­samt sé að hverfa frá þessu mark­miði því það kunni að hafa slæm áhrif á láns­hæfi Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert