Örlög skaflsins enn óljós

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði. Myndin er frá fyrri árum.
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði. Myndin er frá fyrri árum. mbl.is/Brynjar Gauti

„Þessi skafl er í raun­inni mjög merki­leg­ur mæli­kv­arði á lofts­lagið,“ seg­ir Páll Bergþórs­son veður­fræðing­ur um snjó­skafl­inn í Gunn­laugs­skarði í Esj­unni en af­skap­lega náið sam­hengi sé á milli tíðarfars­ins og þess hvort skafl­inn hverfi yfir sum­ar­mánuðina eða í kjöl­far þeirra.

Páll seg­ir að enn sé óvíst hver ör­lög skafls­ins verði í sum­ar en hann hafi enn ekki horfið. Fram kem­ur hins veg­ar í grein eft­ir hann á vefsíðu Veður­stofu Íslands að á síðasta ári hafi skafl­inn horfið tí­unda árið í röð. Það hafi ekki gerst svo lengi sam­fellt síðan farið var að fylgj­ast nokkuð reglu­lega með hon­um 1909.

Þá seg­ir í grein Páls að heim­ild­ir séu fyr­ir því að um­rædd­ur snjór hafi ekki horfið í ára­tugi fyr­ir árið 1929 eða a.m.k. síðan 1863.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert